Þetta námsefni er ætlað til kennslu á framhaldsskólastigi. Námsefnið byggir á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálanum.

Málefni:

Kvennasáttmálinn & aðgerðaáætlunin frá Peking Konur & fátækt Líkami, kynferði & heilsa Atvinnulífið, launajafnrétti, menntun & starfsframi Ofbeldi gegn konum & stúlkum Umhverfi & loftslag Konur & heilsufar Konur & vopnuð átök Konur við stjórnvölinn Flóttamenn & fólksflutningar Fjölmiðlar & menning Femínismi

4. Atvinnulífið, launajafnrétti, menntun og starfsframi

Til þess að lifa sjálfstæðu lífi er nauðsynlegt að hafa lífsviðurværi. Eitt af jafnréttismarkmiðum sem við höfum sett okkur á Íslandi er að konur og karlar hafi sömu tækifæri til menntunar og starfa sem veita fjárhagslegt öryggi.

En þrátt fyrir þessi markmið, þá hafa konur enn færri tækifæri til að öðlast fjárhagslegt sjálfsstæði en karlar. Hluti af ástæðunni er að fleiri konur eru ekki á vinnumarkaðnum eða starfa í hlutastörfum. Hlutastörf eru algeng innan starfgreina þar sem konur eru í meirihluta, eins og hjúkrun, umönnun, hótelstörfum, afgreiðslu og öðrum þjónustustörfum. Í störfum þar sem karlar eru í meirihluta, þá eru hlutastörf ekki eins algeng.

Margar konur starfa í hlutastarfi til að geta einnig sinnt heimilisstörfum og séð um börn. Árið 2014 voru 34% kvenna voru í hlutastarfi hér á Íslandi, en 13% karla. Fólk sem starfar í hlutastarfi hefur lægri tekjur en það sem vinnur fulla vinnu, og ellilífeyrir þeirra er lægri. Meirihluti fátækra ellilífeyrisþega á Norðurlöndum eru konur. Enn í dag er búist við því að konur sem eru að hefja störf á vinnumarkaðnum hafi lægri ellilífeyri en karlar, vegna lægri launa og fjarveru frá vinnu.

Launamunur kynjanna hefur verið í kringum 15% síðustu 20–30 árin. Við eigum enn langt í land að ná launajafnrétti hér á Norðurlöndunum. Konur fá oft lægri laun vegna þess að stjórnendur og vinnuveitendur búast við því að þær muni taka lengra fæðingarorlof en karlar og að þær muni setja börn og fjölskyldu ofar starfsframa.

Konur eru nú í meirihluta þeirra sem stunda háskólanám. En rannsóknir sýna að konur fá enn borgað minna en karlar með sömu menntun. Ein ástæða þessa launamisréttis milli kynjanna er að störf sem konur vinna eru ekki talin eins verðmæt og störf sem karlar vinna, og að starfsgreinar þar sem konur eru í meirihluta ekki eins verðmætar og starfsgreinar þar sem karlar eru í meirihluta. Þessi mismunun á verðmætamati er þannig beitt gegn starfsgreinum, ekki einstaklingum. Þetta þýðir að jafnvel karlar sem starfa innan greina þar sem konur eru í meirihluta hafa lægri laun. Jafnvel þó að hlutfall kvenna á vinnumarkaðnum hafi aukist síðustu árin og vinnutími kvenna hafi lengst, þá hafa hvorki komið til samsvarandi hækkun á launum né samsvarandi fjölgun kvenna í stjórnendastöðum.

 

Vissir þú að

  • Fleiri konur en karlar stunda háskólanám á Íslandi, þær voru 63,5% nemenda árið 2017. Hins vegar eru 63% háskólaprófessora karlar.

Heimild: Hagstofa Íslands, 2017

  • Í júní 2019 útskrifuðust 55 konur og 3 strákar af hjúkrunarfræðideild við Háskóla Íslands.

Heimild: Háskóli Íslands, 2019

  • Vinnumarkaðurinn á Íslandi er mjög kynskiptur og konur sinna einkum þeim störfum sem áður voru unnin á heimilum, svo sem uppeldi, umönnun og þjónusta. Hlutfall kvenna í heilbrigðis og félagsþjónustu er 79,2%, í fræðslustarfsemi 76,8% en í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 6,1%.

Heimild: Hagstofa Íslands, 2018

  • Á hverri viku starfa konur um það bil þrjá klukkutíma lengur en karlar við ólaunuð heimilisstörf.

Heimild: Alþjóða vinnumálastofnun (ILO), 2019

  • 60% af stjórnendum og embættismönnum á Íslandi eru karlar, en 40% konur.

Heimild: Hagstofa Íslands, 2018

  • Flestir foreldrar taka sér fæðingarorlof, en konur taka enn mun lengra fæðingarlof. Árið 2017 tóku karlar sér að meðaltali 76 daga í fæðingarorlof en konur 177. Hlutfall daga feðra af dögum mæðra var 42,9%.

Heimild: Vinnumálastofnun, 2017

 

verkefni

  • Veljið ykkur sveitarfélag. Spurjið hvort að hægt sé að sjá nýjustu launatölur innan sveitarfélagsins. Eru mismunandi laun á milli kvenna og karla? Spurjið hvort þið getir fengið að sjá jafnréttisáætlunina í skólanum þínum. Er vinnustaðurinn að uppfylla jafnréttismarkmið sín? Athugaðu hvað verkalýðsfélögin eru að gera til að jafna laun kvenna og karla.
  • Athugið hvaða laun eru byrjendalaun í starfsgreininni sem þig langar að starfa við. Er boðið upp á hagnýtt nám í skólanum þínum? Veljið eitt hefðbundið ”karlastarf” og eitt hefðbundið ”kvennastarf” sem skólinn kennir og athugaðu byrjendalaun í þessum greinum. Er munur þar á?
  • Athugið hvað Pekingáætlunin mælir með að sé gert í kaflanum ”Menntun kvenna”.
  • Athugið hvað hátt hlutfall fólks innan mismunandi landa Evrópu er á vinnumarkaðnum. Í hvaða löndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaðnum hæst? Hvar er það lægst? Af hverju heldurðu að það sé?
  • Takið viðtal við ellilífeyrisþega! Hve mikið þéna ellilífeyrisþegar að meðaltali? Setjið upp mánaðarlega kostnaðaráætlun. Hverjir eru stærstu þættir í lífi konu sem ákvarða lífeyri hennar?

 

lesa meira

  • Lesið meira um launamun kynjanna á Íslandi hér.
  • Lesið meira um konur og karla í forystu atvinnulífs á Íslandi hér.
  • Lesið meira um baráttu Sameinuðu þjóðanna fyrir fjárhagslegu sjálfstæði kvenna hér.
  • Lesið meira um baráttu Evrópusambandsins fyrir fjárhagslegu sjálfstæði kvenna hér.
  • Kíkið á Cynthia Enloe tala um alþjóðavæðingu og vinnumarkaðinn hér.