5. Ofbeldi gegn konum og stúlkum
Engin manneskja á að þurfa að þola ofbeldi eða að búa við ógn og hræðslu um ofbeldi. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Þrátt fyrir þetta, þá eru konur og karlar þolendur ofbeldis út um allan heim, og það er skylda landa heimsins að skapa samfélag án ofbeldis.
Fleiri karlar en konur eru þolendur ofbeldis á Íslandi. Það eru einnig karlar sem eru í miklum meirihluta gerenda ofbeldis. Ofbeldi sem karlar verða aðallega fyrir á sér stað á opinberum vettvangi, ofbeldi sem er beitt af körlum gegn öðrum körlum, jafnvel þeim ókunnugir. Konur verða þó einnig fyrir ofbeldi á opinberum vettvangi, í starfi, í skóla, á kránni, úti á götunni. En stærsti hluti þess ofbeldis sem stúlkur og konur verða fyrir er gert af körlum sem eru þeim nákomnir. Ofbeldið á sér stað næstum því alltaf innan heimilisins. Það getur verið erfitt fyrir utanaðkomandi að greina þetta ofbeldi, þar sem gerandinn veit oft hvar, hvenær og hvernig skal lemja eða meiða svo að enginn taki eftir því. Konan sem verður fyrir ofbeldinu getur fundist það erfitt að segja frá ofbeldinu. Það er algengt að stúlkur og konur skammist sín fyrir að verða fyrir heimilisofbeldi eða kenni sjálfum sér um. Ofbeldi karla gegn konum er oft ósýnilegt og fjölda ranghugmynda um þetta ofbeldi er að finna. Nauðgun og misnotkun kvenna er algjörlega óásættanlegt í samfélagi okkar. En þrátt fyrir það, þá þurfa allt of margar stúllkur og konur að þola þvílíkt ofbeldi. Oft er gert lítið úr ofbeldi karla gegn konum, og á þetta hugarfar sér djúpar rætur. Lengi var talið að heimilisofbeldi væri einkamál fjölskyldna og lítil þekking ríkti á hve algengt það var í samfélaginu. Jafnvel í dag er stúlkum og konum oft kennt um ofbeldið. Sögur kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eru dregnar í efa, og fólk skilur ekki af hverju þolandinn hefur ekki flutt frá gerandanum. Þolendur nauðgana mega stundum þola að fólk slúðri um hegðun þeirra, um klæðaburð þeirra. Var hún í stuttu pilsi? Var hún drukkin? Átti hún frumkvæðið? Ja, hún var skotin í stráknum? Þegar við reynum að afsaka ofbeldi á þennan máta, þá erum við að viðhalda ójafnrétti kynjanna og brjóta á mannréttindum þolendanna. Kynbundið ofbeldi er alvarlegt vandamál í samfélaginu. Kyndbundið ofbeldi er mannréttindabrot sem við verðum að berjast gegn.
Konur verða fyrir víðtæku ofbeldi út um allan heim. Þetta ofbeldi er mismunandi. Þetta getur verið kynferðisleg áreitni, andlegt og líkamlegt ofbeldi, nauðganir, sifjaspell, yfirráð, hótanir, limlestingar á kynfærum, nauðungarhjónabönd, heiðurstengt ofbeldi, klám, vændi, mansal og morð. Ofbeldi karla gegn konum er ein af djúpstæðustu birtingarmyndum kynjamismunar.

- Samkvæmt tölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynntum kynferðisbrotum fjölgað. Á árunum 2016-2019 voru að meðaltali 200 kynferðisbrot árlega tilkynnt til lögreglu. Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2019 voru tilkynningarnar komnar upp í 286.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, 2019
- Á árinu 2018 voru 377 afgreidd brot hjá ríkissaksóknara, 203 ákæra var gefin út og 151 mál felld niður.
Ríkissaksóknari, 2018
- Árið 2018 leituðu 705 sér aðstoðar hjá Stígamótum. 251 leituðu sér aðstoðar vegna nauðgunar og 157 vegna kynferðislega áreitni.
Heimildir: Stígamót, 2018
- Frá árinu 2005-2010 leituðu 776 konur á neyðarmóttöku LSH, þar af voru 24 karlar.
Heimildir: Stígamót, 2012
- 42% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum.
Heimild: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, 2010
- Milli 22.600-26.700 konur á Íslandi hafi verið beittar ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann á ævinni.
Heimild: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, 2010
- Yfir þúsund leituðu sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum árið 2017 og 890 mál voru tilkynnt til lögreglu.
Heimild: ruv.is, 2018
- Lögreglan skráði 551 kynferðisbrot á Íslandi árið 2018, taka þarf til greina að kynferðisbrot eru sjaldnar tilkynnt en önnur brot.
-
Heimild: Lögreglan, 2018
- Um 200 milljónir kvenna og stúlkna sem eru á lífi í dag hafa þurft að þola umskurð eða afskræmingu á kynfærum sínum. Hvert ár eiga 3 milljón stúlkna hættu á að vera skornar, flestar fyrir 15 ára aldur.
Heimild: UNICEF, 2019
- 20% eða ein af hverjum fimm konum um heim allan eru giftar fyrir 18 ára aldur. Í þróunarlöndum hækkar sú tala upp í 40%.
Heimild: UNFPA, 2018
- Um 72% þeirra manna sem eru seldir mansali á hverju ári eru konur og stúlkur. Meirihluti þolenda mansals í kynferðislegum tilgangi eru konur og stúlkur en þolendur mansals sem eru þvingaðir til vinnu eru í meirihluta karlar.
Heimild: UNODC, 2018
- 100% allra þeirra sem kaupa vændi í Svíþjóð eru karlar.
Heimild: Länsstyrelsen, 2015

- Athugið hvað lögreglan fær margar tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi á hverju ári og dóma sem falla í þess lags málum. Hægt er að finna upplýsingarnar hér og hér. Hvað útskýrir muninn á fjölda tilkynninga um heimilisofbeldi og fjölda dóma sem falla í þessum málum? Hvernig getum við breytt ástandinu?
- Verðið þið vör við kynferðisleg áreitni í skólanum þínum?
- Hvað segja stjórnmálaflokkar um kynbundið ofbeldi? Rannsakið hvað stjórnmálaflokkar hafa reynt að gera til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi með því að athuga frumvörp sem lögð hafa verið á Alþingi.
- Hafið samband við Stígamót, Kvennaathvarfið eða einhver önnur samtök sem starfa gegn kynbundnu ofbeldi og athugaðu hvort að þið getið fengið fulltrúa frá þeim í heimsókn.
- Alþingi samþykkti lög þar sem kaup á vændi var gert ólöglegt árið 2010. Hver voru rökin fyrir lögunum?

- Lesið meira um heimilisofbeldi á Íslandi hér.
- Lesið meira um tölfræði kynferðisofbeldis hér.
- Lesið meira um mansal á Íslandi hér.
- Lesið meira um starf UN Women gegn kynbundnu ofbeldi hér.
- Lesið meira um starf Jafnréttisstofu Evrópusambandsins gegn kynbundnu ofbeldi hér.
- Lesið meira um starf Reykjavíkurborgar gegn heimilisofbeldi hér.
- Kíkið á myndina Fáðu já hér.
- Kíkið á Jackson Katz tala um karla, karlmennsku og valdbeitingu hér.
- Kíkið á Catharine MacKinnon tala um vændi og mansal hér.