6. Umhverfi og loftslag
Umhverfis- og loftslagsbreytingar eru mesta áskorunin sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Á örfáum áratugum hefur hitastig jarðarinnar hækkað vegna aukins hlutfalls gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi hennar. Þessum loftslagsbreytingum leiða af sér náttúruhamfarir og öfgakennt veðurfar.
Við fyrstu sýn virðist jafnrétti kynjanna hafa lítið að gera með loftslagsbreytingar sem birtast í flóðum, þurrkum og öðrum náttúruhamförum. En staðreyndin er sú að kynjamismunun og ólíkir lífshættir kvenna og karla hafa mikil áhrif á umhverfið. Það er fátækasta fólkið í þróunarlöndum sem verður mest fyrir barðinu á afleiðingum loftslagsbreytinga. Um það bil 70% fátækra í heiminum er konur, og þær eru því hlutfallslega líklegri til að verða fyrir skaða vegna loftslagsbreytinga. Þar að auki, þá eru það konur sem í mörgum samfélögum bera ábyrgð á því að sækja vatn og eldivið, eitthvað sem er sífellt erfiðara í heitara og þurrara loftslagi. Þegar við bregðumst við þeim samfélagslegu áskorunum sem fylgja breyttu loftslagi, þá er mikilvægt að við höfum í huga tekjur einstaklinga, aðgengi að landareignum, náttúruauðlindum, fjármagni og menntun. Í öllum þessum málaflokkum standa konur verr á fæti en karlar, og þær eru því viðkvæmari fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga.
Náttúruhamfarir ýta undir kynjamisrétti. Karlar hafa sterkari fjárhagsstöðu og betri aðgang að fjármagni og aðstoð til að hjálpa þeim til að jafna sig eftir náttúruhamfarir. Konur bera oft ábyrgð á umönnun fjölskyldumeðlima sem hafa slasast í hamförum. Einnig fjölgar nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi og áreitni eykst í kjölfar náttúruhamfara. Eftir skjálftaflóðbylgjuna í Indlandshafi í desember 2004, til dæmis, jókst kynferðislegt ofbeldi og mansal á stúlkum og konum í Ache héraðinu í Indónesíu.
Konur eru ekki bara fórnarlömd, þær geta einnig verið þátttakendur í að bregðast við umhverfis- og loftslagsbreytingum. Þær verða að fá að taka þátt í ákvarðanatöku á öllum sviðum. Konur verða að vera þátttakendur í því að skilgreina þarfir, ræða lausnir og taka ákvarðanir. Það er þörf á þátttöku kvenna við úrlausn allra vandamála sem snerta matvælaframleiðslu, allt frá aðgengi að mat, vatni og orku, til stjórnunar auðlinda, flutnings afurða og þróunar tækninýjunga sem draga úr umhverfisspjöllum. Hingað til hafa konur verið í miklum minnihluta þeirra sem taka ákvarðanir á öllum sviðum samfélagsins, ekki síst pólitískar ákvarðanir um sjálfbæra þróun.
Lífshættir kvenna og karla hafa mismunandi áhrif á umhverfið. Karlar bera ábyrgð á losun meiri koltvísýrings en konur. Karlar ferðast um tvöfalt meira á bílum og flugvélum en konur og borða meiri kjöt en konur. Konur ferðast meira með strætisvögnum og öðrum almenningssamgöngum.

- Einhleypir karlmenn eyða um 30% meiri peningum í kjötneyslu en einhleypar konur.
- Tveir þriðju allra bíla sem eru skráðir í Svíþjóð eru í eigu karla.
- Á sumum heimssvæðum hafa auknir þurrkar aukið líkurnar á borgarastyrjöldum um helming. Á stríðstímum eru konur í mikilli hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, bæði af völdum hermanna og innan heimilisins.
- Konur í þróunarlöndum verða fyrir ólíkum afleiðingum loftslagsbreytinga, þar sem kynin hafa oft mismunandi hlutverk innan samfélagsins. Það eru oftast stúlkur og konur sem bera ábyrgð á því að sækja vatn og eldivið. Þurrkar, flóð, og flosnun jarðvegsins leiðir til þess að vinna kvenna tekur lengri tíma og verður erfiðari. Þetta hefur þar með áhrif á tækifæri kvenna til að afla sér menntunar, vinna launaða vinnu, taka þátt í stjórnmálum, eða sinna eigin áhugamálum.
- Konur voru 90% þeirra sem létust í flóðunum í Bangladesh árið 1999, þar sem þær voru inni á heimilinu og heyrðu ekki aðvaranirnar.
- Konur í þróunarlöndum hafa oft ekki aðgang að aðstoð og upplýsingum sem getur komið þeim að notum til að vinna gegn afleiðinum loftslagsbreytinga.
- Konur skortir vald til að taka ákvarðanir og áhrif innan stjórnmála, sem leiðir til þess að konur eiga ekki greiðan aðgang að því að taka þátt í og hafa áhrif á viðbrögð okkar við umhverfis- og loftslagsbreytingum.

- Athugaðu hvaða fótspor þú hefur á umhverfið!
- Takið viðtal við einhvern fullorðinn í nærumhverfi ykkar. Spurðu spurninga eins og: Hversu oft borðar þú kjöt og hversu oft borðar þú grænmetismat? Hversu oft ferðastu með öðrum í bíl? Hversu oft kaupir þú lífrænan mat? Hversu oft flýgur þú? Takið saman og greinið niðurstöðurnar. Eru þessar niðurstöður í samræmi við samfélag okkar?
- Hvað segja stjórnmálaflokkarnir? Athugið stefnuskrár stjórnmálaflokkana sem sitja á Alþingi. Athugið frumvörp sem lögð hafa verið fram á Alþingi til að minnka skaðlegan útblástur. Tala stjórnmálaflokkarnir um mikilvægi kynjajafnréttis í umhverfismálum?
- Athugið hvar í heiminum hafa orðið mestu breytingar á umhverfi. Leitið upplýsinga á vefsíðu Alþjóðlega endurreisnar- og þróunarbankans eða Gapminder. Í Gapminder er hægt að leita eftir efnisflokkum eins og ”þurrkar”, ”flóð” o.s.frv. Veljið eitt af þeim löndum sem hefur þurft að glíma við alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga og finndu hvernig þessi lönd standa í kynjajafnrétti. Berið saman við tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Hver er þátttaka karla og kvenna í stjórnmálum í þessum löndum? Hvaða möguleika hafa konur til að fara í skóla? O.s.frv.
- Veltið fyrir ykkur tengslum milli umhverfis- og loftslagsbreytinga, jafnréttismála og aðgang að stjórnmálum og ákvarðanatöku. Hvaða áhrif geta samverkun þessara þátta haft á umhverfið?

- Lesið meira um starf íslenska ríkisins í umhverfis- og loftslagsmálum hér.
- Lesið meira um starf UN Women í umhverfis- og loftslagsmálum hér.
- Lesið skýrslu Jafnréttisstofu Evrópusambandsins um umhverfis- og loftslagsmál hér.
- Lesið meira um tengsl kynjajafnréttis og umhverfis- og loftslagsbreytingar, út frá norrænu sjónarhorni, hér.