Að sjá um og bera umhyggju fyrir öðrum manneskjum, vinum, fjölskyldu og meðborgurum, er það sem heldur samfélaginu saman. Við sjáum hvort um annað þegar við eldumst, þegar við veikjumst. Frá fornri tíð hefur það verið í hönd kvenna að sinna umönnunarstörfum. Á Norðurlöndunum höfum við skapað umfangsmikið velferðarkerfi. Við höfum opnað leikskóla sem passa börnin meðan foreldrar fara til vinnu, og við höfum stofnað elliheimili og sjúkrastofnanir og heimaþjónustu sem létta ábyrgðinni af fjölskyldumeðlimum að sjá um sjúka og aldraða. Þetta velferðarkerfi er ein af höfuðástæðum þess að Norðurlöndin standa fremst í heiminum í jafnréttismálum.
Undanfarin ár hafa mörg Vesturlönd skorið niður í velferðarmálum, og hefur þessi niðurskurður aðallega komið niður á konum. Þegar stofnanir samfélagsins hætta að sjá til þess að einstaklingar njóti þeirrar umönnunar og þjónustu sem þeir þurfa, þá fellur ábyrgðin á hendur fjölskyldunnar. Konur vinna meginþorra ólaunaðra starfa innan fjölskyldunnar og á heimilinu, og umönnun barna, sjúklinga og aldraðra fellur í þeirra hendur. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu leiðir til meira álags á heilbrigðisstarfsmenn og ótryggrar stöðu þeirra. Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna eru konur. Við þurfum að hlúa að heilbrigðiskerfinu til að fækka veikindadögum heilbrigðisstarfsmanna.
Heimild: Velferðarráðuneytið, 2015
Heimild: Alþjóða vinnumálastofnun (ILO), 2019
Heimild: Vinnumálastofnun, 2017