Þetta námsefni er ætlað til kennslu á framhaldsskólastigi. Námsefnið byggir á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálanum.

Málefni:

Kvennasáttmálinn & aðgerðaáætlunin frá Peking Konur & fátækt Líkami, kynferði & heilsa Atvinnulífið, launajafnrétti, menntun & starfsframi Ofbeldi gegn konum & stúlkum Umhverfi & loftslag Konur & heilsufar Konur & vopnuð átök Konur við stjórnvölinn Flóttamenn & fólksflutningar Fjölmiðlar & menning Femínismi

7. Konur og heilsufar

Að sjá um og bera umhyggju fyrir öðrum manneskjum, vinum, fjölskyldu og meðborgurum, er það sem heldur samfélaginu saman. Við sjáum hvort um annað þegar við eldumst, þegar við veikjumst. Frá fornri tíð hefur það verið í hönd kvenna að sinna umönnunarstörfum. Á Norðurlöndunum höfum við skapað umfangsmikið velferðarkerfi. Við höfum opnað leikskóla sem passa börnin meðan foreldrar fara til vinnu, og við höfum stofnað elliheimili og sjúkrastofnanir og heimaþjónustu sem létta ábyrgðinni af fjölskyldumeðlimum að sjá um sjúka og aldraða. Þetta velferðarkerfi er ein af höfuðástæðum þess að Norðurlöndin standa fremst í heiminum í jafnréttismálum.

Undanfarin ár hafa mörg Vesturlönd skorið niður í velferðarmálum, og hefur þessi niðurskurður aðallega komið niður á konum. Þegar stofnanir samfélagsins hætta að sjá til þess að einstaklingar njóti þeirrar umönnunar og þjónustu sem þeir þurfa, þá fellur ábyrgðin á hendur fjölskyldunnar. Konur vinna meginþorra ólaunaðra starfa innan fjölskyldunnar og á heimilinu, og umönnun barna, sjúklinga og aldraðra fellur í þeirra hendur. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu leiðir til meira álags á heilbrigðisstarfsmenn og ótryggrar stöðu þeirra. Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna eru konur. Við þurfum að hlúa að heilbrigðiskerfinu til að fækka veikindadögum heilbrigðisstarfsmanna.

 

Vissir þú að

  • Í hverri viku starfa konur fjóra og hálfa klukkutíma lengur en karlar við ólaunuð heimilisstörf.

Heimild: Velferðarráðuneytið, 2015

  • Þátttaka karla í heimilisstörfum hefur aukist eftir fjármálahrunið 2008. Árið 2005 munaði 6,9 klukkustundum á körlum og konum, árið 2010 var munurinn kominn niður í 5,2 klukkustundir og árið 2013 var munurinn kominn niður í 4,5 klukkustundir á viku.

Heimild: Velferðarráðuneytið, 2015

  • Íslenskir foreldrar hafa rétt á 9 mánaða fæðingarorlofi, 3 eru bundnir við eitt foreldrið, 3 við hitt foreldrið, og 3 mánuðuðum geta foreldrar deilt á milli sín. U.þ.b. 90% íslenskra feðra taka sér fæðingarorlof, en það orlof sem þeir taka hefur styst eftir fjármálahrunið 2008. Árið 2008 tóku karlar að meðaltali 101 dag í fæðingarorlof en konur 178, en árið 2012 tóku karlar að meðaltali 79 daga meðan konur tóku 179. Hlutfall daga feðra af dögum mæðra hefur því lækkað úr 57,8% í 44,1%.

Heimild: Íslenska þjóðfélagið, 2014

verkefni

  • Rannsakaðu tímanotkun á heimilinu þínu. Hversu langur tími fer í heimilisstörf á heimili þínu, og hver er það sem vinnur heimilisstörfin. Greindu niðurstöðurnar. Eru þær á sama róli og í gögnum Hagstofunnar? Af hverju vinna konur og karlar mismikið á heimilum? Hvaða áhrif heldur þú að það hafi að konur og karlar taki sér mislangan tíma í afþreyingu og í heimilisstörfum?
  • Hvaða stefnu hafa stjórnmálaflokkarnir sem sitja nú á Alþingi í velferðarmálum. Finndu stefnuskrárnar á heimasíðu flokkanna og berðu saman stefnu þeirra í velferðamálum. Tala flokkarnir um heimilisstörf í stefnuskrá sinni? Eða fæðingarorlof?

 

lesa meira

  • Lesið meira um konur og velferð í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi hér.