Þetta námsefni er ætlað til kennslu á framhaldsskólastigi. Námsefnið byggir á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálanum.

Málefni:

Kvennasáttmálinn & aðgerðaáætlunin frá Peking Konur & fátækt Líkami, kynferði & heilsa Atvinnulífið, launajafnrétti, menntun & starfsframi Ofbeldi gegn konum & stúlkum Umhverfi & loftslag Konur & heilsufar Konur & vopnuð átök Konur við stjórnvölinn Flóttamenn & fólksflutningar Fjölmiðlar & menning Femínismi

9. Konur við stjórnvölinn

Konur á Norðurlöndunum eru fjölmennar í embættum sem til er kosið, það er í embættum sem kosið er til af almenningi eða sem kosið er til á vettvangi lýðræðislegra aðferða. Á Íslandi var það Framsóknarflokkurinn sem tók fyrstur upp á kynjakvóta í framboðslistum sínum, með svokallaðan fléttulista þar sem konur og karlar skiptast á framboðslistum. Fjölgun kvenna á framboðslistum hefur áhrif á fjölda kvenna á Alþingi og í sveitastjórnum. Hér á Íslandi hefur staða kvenna í stjórnmálum styrkst eftir því sem konur verða meira áberandi í fjölmiðlum. Á sama tíma benda rannsóknir til að ójafnrétti er enn mikið í stöðum sem ekki hljóta eins mikla athygli fjölmiðla. Til dæmis geta ríkisstjórnir tryggt það að hlutfall kvenna og karla sé jafnt í áberandi stöðum eins og ráðherrastöðum, en sleppt því að huga að kynjajafnrétti í stöðum sem vekja minni athygli.

Stjórnmálakonur hafa greint frá mismunandi aðferðum sem beitt hefur verið til að gera lítið úr þeim, háðsglósum, tómlæti og áreitni á grundvelli kyns síns. Jafnvel umfjöllun fjölmiðla hefur verið gagnrýnd til að vera bundin staðalímyndum. Tölfræðin bendir til þess að fleiri konur hætta í stjórnmálum en karlmenn. Þetta er alvarlegt vandarmál þar sem það er mikilvægt að konur taki þátt í öllum sviðum samfélagsins, sérstaklega í stjórnmálum, þar sem lögin sem stýra samfélagi okkar eru ákveðin.

Vissir þú að

 • Í Rúanda er hæst hlutfall kvenna á þingi, en þar eru konur 61% þingmanna. Lægsta hlutfallið er í Micronesia, Papua New Guinea, Vanuatu og Yemen, þar sem engar konur sitja á þingi.

Heimild: World Bank, 2018

 • Hæst hlutfall kvenna í ríkisstjórn er á Spáni, en þar eru konur 64,7% ráðherra.

Heimild: Inter-Parliamentary Union, 2019

 • 24,3% af þingmönnum þjóðríkja heims eru konur.

Heimild: Inter-Parliamentary Union, 2019

 • 20,7% af ráðherrum þjóðríkja heims eru konur.

Heimild: Inter-Parliamentary Union, 2019

 • Árið 2017 voru 24 konur kosnar á Alþingi og 39 karlar og hlutfall kvenna kvenna því 38%. Í alþingiskostningum 2016 voru 30 konur kjörnar á Alþingi, eða 47,6% sem er hæsta hlutfall kvenna á alþingi til þessa.

Heimild: Alþingi, 2017

 • Konur gegna 40% af stjórnenda- og embættismannastöðum á Íslandi.

Heimild: Hagstofa Íslands, 2018

 • Þrátt fyrir að konur eru stór hluti íslenskra stjórnmálamanna, er sjaldnar rætt við þær en karla í fjölmiðlum. Í kosningabaráttunni 2009 var mikill kynjamunur á viðmælendum dagblaðanna. Af birtum viðtölum við stjórnmálafólk voru konur 32% konur og karlar 68%. Í fréttum sem tengdust kosningabaráttunni var aðeins leitað álits karla í 59% tilvika, aðeins kvenna í 10% tilvika, og bæði karla og kvenna í 31% tilvika.

Heimild: Háskóli Íslands, 2010

verkefni

 • Athugið reglur stjórnmálaflokkanna sem sitja á alþingi um framboðslista. Hafa þeir einhverjar reglur sem tryggja jafna þátttöku kynjanna? Virka þessar reglur? Athugaðu hlutfall kynjanna í nemendaráði og í öðrum félögum í skólanum. Er kynjahlutfallið betra eða verra en á landsvísu?
 • Athugið hlutföll karla og kvenna í ríkisstjórn, á alþingi, í sveitarstjórn þinni? Hvert er hlutfallið?
 • Athugið hlutfall forseta stjórna fyrirtækja. Er einhver munur á milli atvinnugreina?
 • Ræðið við fulltrúa stjórnmálaflokka eða ungmennahreyfinga stjórnmálaflokka og spyrjið þá hvaða markmið þau hafa í jafnréttismálum, hvernig þau tryggja jafnrétti kynjanna í flokkstarfi sínu. Er kynjajafnrétti í forgangi í flokknum? Kynnið fyrir bekknum.
 • Hver er það sem ber ábyrgð á því að auka konum í stjórnmálum og viðskiptum. Berið saman lögin sem gilda um hlutfall kynjanna í opinberum nefndum og stjórnum fyrirtækja. Hvernig mynduð þið auka jafnrétti kynjanna á þessum vettvangi?

lesa meira

 • Lesið meira um konur á Alþingi hér.
 • Lesið meira um þátttöku kvenna í stjórnmálum hér.
 • Lesið meira um starf UNWomen til að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum hér.
 • Lesið meira um starf Evrópusambandsins til að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum hér.
 • Lesið meira um kort Inter-Parliamentary Union af þátttöku kvenna í stjórnmálum hér.