Þetta námsefni er ætlað til kennslu á framhaldsskólastigi. Námsefnið byggir á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálanum.

Málefni:

Kvennasáttmálinn & aðgerðaáætlunin frá Peking Konur & fátækt Líkami, kynferði & heilsa Atvinnulífið, launajafnrétti, menntun & starfsframi Ofbeldi gegn konum & stúlkum Umhverfi & loftslag Konur & heilsufar Konur & vopnuð átök Konur við stjórnvölinn Flóttamenn & fólksflutningar Fjölmiðlar & menning Femínismi

10. Fólk á flótta og fólksflutningar

Þegar fólk neyðist til að flýja frá stríði, stríðsátökum og kúgun í heimalöndum sínum, þá hefur það rétt til að leita hælis í öðru landi. Þessi réttur er tryggður af mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. Allir sem leita hælis skulu hafa jafnan rétt til að öðlast stöðu flóttamanns og vernd gegn mannréttindabrotum. Þrátt fyrir þetta, þá eiga konur og stúlkur út um allan heim erfitt með að öðlast stöðu flóttamanns.

Samkvæmt gamalli venju, þá eru karlar það viðmið sem notast er við þegar athugað er hver skuli teljast flóttamaður og hver ekki, og rannsóknir sýna að umsóknir kvenna um stöðu flóttamanns eru ekki metnar á sama máta og umsóknir karlar. Oft er litið á kúgun kvenna sem menningarlegt vandamál ekki sem brot á mannréttindum. Ein ástæða þess að konur leita sér skjóls á Norðurlöndunum er að þær hafa orðið fyrir árásum vegna kyns síns. Grundvallarmannréttindi þessara kvenna hafa verið brotin, og þeim hefur jafnvel verið hótað lífláti. Þessar konur hafa verið seldar, arðrændar, þær hafa þurft að þola mannvonsku og pyntingar, þeim hefur verið nauðgað, þær hafa verið neyddar í hjónabönd sem börn eða misnotaðar á annan máta, eða þær eru konur sem hafa talað opinberlega um menntun stúlkubarna, reynt að fá hjónaskilnað eða eru samkynhneigðar.

Margar konur skortir þekkingu á réttindum sínum, á löggjöf sem hefur bein áhrif á líf þeirra eins og hjónabandslöggjöf, á réttindum barna og á réttindum sínum í málum sem viðkoma ofbeldi og misnotkun.

Jafnvel fólksflutningar sem eiga sér stað þegar fólk leitar sér vinnu í öðrum löndum eru mismunandi þegar litið er til karla og kvenna. Algengt er að vinnuafl flytjist milli landa, nú þegar markaðir eru ekki lengur bundnir við eitt ríki. En ríki geta átt í erfiðleikum með að vernda þegna sína sem kjósa að starfa í öðrum löndum frá misnotkun og arðráni. Þetta á sérstaklega við um konur sem starfa innan heimila þar sem vald vinnuveitanda er mikil og samskipti náin. Þetta eru störf þar sem ekki hefur verið samið um vinnutíma, laun og starfsskilyrði innan stéttarfélaga, störf þar sem starfsfólk getur auðveldlega lent í viðkvæmri stöðu.

Konur sem skortir dvalarleyfi standa sérstaklega illa að vígi þar sem þær hafa ekki aðgang að velferðarkerfinu. Konur sem skortir dvalarleyfi eru sérstaklega viðkvæmar fyrir ofbeldi og kynferðislegri misnotkun karla. Þessar konur geta oft ekki leitað aðstoðar til kvennaathvarfa eða yfirvalda.

Vissir þú að

  • Meirihluti þeirra sem leitar hælis á Íslandi eru karlar. Árið 2018 sóttu 482 karlmenn, 134 konur og 184 börn um alþjóðlega vernd á Íslandi. 160 var veitt vernd, viðbótarvernd eða mannúðarleyfi á Íslandi það sama ár, 92 karlar, 35 kona og 33 börn.

Heimild: Útlendingastofnun, 2019

  • Á metárinu 2016 rúmlega þrefaldaðist fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi milli ára en þá var fjöldi umsókna 1133.

Heimild: Útlendingastofnun, 2019

verkefni

  • Athugið hve margar manneskjur hafa leitað hælis á Íslandi síðustu árin. Hægt er að finna tölfræðina hér. Hvert er hlutfall kvenna og karla sem leituðu hælis á Íslandi? Af hverju heldurðu að það sé munur á kynjahlutföllunum? Hvaða áhrif getur það haft á framtíð manneskju í landi ef hún kemur sem hælisleitandi, eða ef hún kemur í kjölfar ættingja eða maka?

lesa meira

  • Lesið meira um reglugerðir um hæli og alþjóðlega vernd á Íslandi hér.
  • Lesið algengar spurningar til Útlendingastofnunar um hæli og alþjóðlega vernd á Íslandi hér.
  • Lesið meira um starf Rauða krossins í þágu hælisleitenda og flóttamanna á Íslandi hér.
  • Lesið meira um starf Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í málum flóttakvenna og farandverkakvenna hér.