Þetta námsefni er ætlað til kennslu á framhaldsskólastigi. Námsefnið byggir á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálanum.

Málefni:

Kvennasáttmálinn & aðgerðaáætlunin frá Peking Konur & fátækt Líkami, kynferði & heilsa Atvinnulífið, launajafnrétti, menntun & starfsframi Ofbeldi gegn konum & stúlkum Umhverfi & loftslag Konur & heilsufar Konur & vopnuð átök Konur við stjórnvölinn Flóttamenn & fólksflutningar Fjölmiðlar & menning Femínismi

12. Femínismi

Strax fyrir hundrað árum síðan voru konur byrjaðar að berjast fyrir kosningarétti, fyrir bættu heilbrigðiskerfi og betra húsnæði, fyrir bættum kjörum á vinnumarkaðnum og gegn staðalímyndum í fjölmiðlum, fyrir aðgengi að menntun og sömu launum fyrir sambærileg störf, fyrir friði og kynfrelsi. Enn í dag vinnum við að sömu markmiðum. Mörg baráttumál kvennahreyfingarinnar eru orðin viðtekinn hluti af samfélaginu í dag. Kvennahreyfingin er sterk og mikilvæg rödd í samfélaginu sem hefur náð fram gríðarlegum breytingum í gegnum tíðina, breytt samfélagsmynstrinu og bætt lífskjör kvenna.

Í gegnum tíðina – kvennahreyfingin á Íslandi

1911: Konur fá rétt til menntunar, styrkja og embættisstarfa til jafns á við karla

1915: Kosningaréttur kvenna til Alþingis

1952: Konur fá að halda ríkisborgararétti sínum þegar þær giftast mönnum frá öðrum löndum

1961: Lög um sömu laun fyrir sams konar störf samþykkt

1976: Lög um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf samþykkt

1967: Sala á pillunni gefin frjáls á Íslandi

1975: Kvennafrí 24. október

1975: Lög um fóstureyðingar samþykkt

1976: Fyrstu jafnréttislögin samþykkt

1978: Hjónum leyfist að skila inn sérskattaskýrslum

1979: Ísland skrifar undir Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna

1980: Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti

1981: Lög um fæðingarorlof samþykkt

1983: Kvennalistinn býður fram til Alþingiskosninga

1995: Ísland skrifar undir Pekingsáttmálann

2000: Fæðingarorlof feðra samþykkt

2009: Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra

2009: Kaup á vændi bannað með lögum

2010: Lög sett sem banna atvinnurekendum að hagnast á nekt starfsmanna sinna

2011: Ísland skrifar undir samning Evrópuráðsins gegn ofbeldi gegn konum

2017: Jafnlaunavottun lögfest á Íslandi

2019: Frumvarp til nýrra laga um þungunarrof samþykkt sem staðfestir sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama

Bíó: We should all be feminists

Horfið á ræðu Chimamanda Ngozi Adichies „We should all be feminists“ hér.

  • Hvað fannst þér um ræðuna? Ritgerðarspurning: Hvaða þýðingu hefur femínismi fyrir jafnrétti? Hvað finnst þér um hugtakið? Ættu allir að kalla sig femínista? Af hverju / af hverju ekki?

verkefni

Eftir allan þennan lestur er kominn tími til að skipuleggja femíníska herferð.

Deilið bekknum í hópa. Veljið ykkur málefni sem tengist jafnréttisbaráttunni, málefni sem ykkur finnst að standi höllum fæti í samfélaginu. Skrifið yfirlýsingu sem lýsir óréttlætinu (það getur verið á alþjóðavettvangi eða í nærumhverfi, eins og í skólanum), lýsið af hverju þetta óréttláti er samfélagslegt vandamál, og veltið fyrir ykkur hugmyndum til að bæta úr því. Tengið málefnið einhverjum kafla Kvennasáttmálans eða Pekingáætlunarinnar og finnið tölfræði til að styðja mál ykkar. Athugið hvort einhver félagasamtök starfa að þessu málefni. Hvernig væri hægt að styðja baráttu þeirra og vinna með þeim?

Og svo, breytið heiminum! Búið til Facebooksíðu um málefnið, hlaðið upp myndskeiði á Youtube, búið til Instagramsíðu, gerið skoðanakönnun í skólanum, búið til plaköt til að hengja upp í skólanum, o.s.frv. Kynnið herferðina fyrir samnemendum ykkar.

****

Það er 8. mars og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að halda ræðu. Þú hefur fengið það verkefni að skrifa ræðuna. Hvað finnst þér að sé mikilvægast að fram komi í ræðunni?

lesa meira